ICELANDIC – Starfa fyrir Frelsi Fræ og Mat: 2-16 Október 2013

Til að virkja texta skaltu smella á ‘captions’ kassi á the réttur af the stjórna vídeó bar.

Translations kindly provided by Hrafn Sveinbjarnarson

___________________________________________________________________________________________________

Seed & Food Freedom Texts – see sections below – More translated texts to be added shortly

  1. Bréf frá Vandana Shiva
  2. Fortnight of Action – How to Participate: http://seedfreedom.in/fortnight-of-action-2013-how-to-participate/
  3. Real Food Heroes: http://seedfreedom.in/real-food-heroes/
  4. Seed Freedom Map instructions: http://seedfreedom.in/seed-freedom-map/
  5. Grafík fyrir Frelsi Fræ og Mat
  6. Ideas of Actions: http://seedfreedom.in/act/ideas-for-action/
  7. Declaration on Seed Freedom: http://seedfreedom.in/declaration/

Please contact us if you can help translate more texts: occupytheseed[@]gmail.com

___________________________________________________________________________________________________

Join Seed Freedom online:

Website: http://www.seedfreedom.in
Twitter: https://twitter.com/occupytheseed
Facebook: https://www.facebook.com/savetheseed
Act for Seed and Food Freedom Facebook event page: http://on.fb.me/1bhqVyT
YouTube: http://www.youtube.com/user/occupytheseed-com
Seed Freedom Map: http://seedfreedom.in/seed-freedom-map/

___________________________________________________________________________________________________

1. Bréf frá Vandana Shiva
http://seedfreedom.in/fortnight-of-actions-letter-from-vandana-shiva

Tveggja vikna átak um fræfrelsi og fæðufrelsi: 2.-16. október 2013.

Kæru unnendur fjölbreytni lífs og unnendur frelsis,

Tími er kominn til að skipuleggja og einbeita kröftum okkar til þess að frelsa fræ okkar og fæðu úr viðjum hnattrænna fyrirtækja eins og Monsanto; frelsa þetta frá lögunum sem fyrirtækin semja, og ræna lýðræði okkar til þess að ræna okkur fræjunum og fæðunni, heilsu okkar og lífsbjörg, menningu okkar og lífi. Við þurfum að brjótast út úr vanmáttarkenndinni sem fyrirtækin vilja að við finnum til og telja okkur trú um að þau séu alvöld og við höfum engan mátt til breytinga. En hann höfum við. Við verðum bara að tengja sameiginlega krafta okkar. Við verðum að gerast sú breyting sem við viljum koma til leiðar.

Ég býð ykkur til þess að leysa úr læðingi sköpunarkraft ykkar í  Tveggja vikna átaki um fræfrelsi og fæðufrelsi – 2.-16. október.

2. október er afmælisdagur Gandhis. Gandhi lét okkur eftir arf „swaraj“ – sjálfsagað frelsi og „satyagraha“ – afl sannleikans. Helgum okkur því að fagna 2. október sem degi alþjóðlegs „fræ swaraj“. Dagur sem við verjum fræfrelsi og fæðufrelsi með því að finna öll svæðisbundin lög samin af fyrirtækjum til þess að grafa undan þessu frelsi með því að glæpavæða fjölbreytileika, varðveislu útsæðis og útsæðisskipti, nýsköpun bænda og réttindi bænda, og með því koma á fót ólögmætri fræeinokun með einkaleyfum og með því að hygla einsleitni og eineldi.

Þegar við höfum fundið lög sem standa til fræokunar, skulum við helga okkur því að óhlýðnast þessum ósiðlegu og grófu lögum sem ógna lífinu á jörðinni, þar á meðal lífi okkar og barna okkar. Gandhi minnti okkur á fyrir 100 árum, að „Svo lengi sem þær hégiljur haldast við að óréttlátum lögum skuli hlýtt, svo lengi mun þrældómur haldast við.“ Við eigum draum, og sá draumur er að sérhvert fræ, sérhver býfluga, sérhvert fiðrildi, sérhver maðkur, sérhver persóna, sérhvert barn verði frjálst undan misnotkun og undirokun, hungri og sjúkdómum, að þau þróist og þróist í sameiningu í frelsi, velferð og heilsu. Við eigum ekki að láta það eftir okkur að gangast undir þær hégiljur að lögum Monsanto skuli hlýtt. Vegna laga Móður jarðar, um endurnýjun lífs í frelsi og vegna laga réttlætis, þá er lífræn og siðræn skylda okkar að óhlýðnast lögum Monsanto. Og þegar við andæfum og vinnum ekki með skaðvænlegum lögum um harðstjórn yfir fræjum, skulum við fagna fræfrelsi og fæðufrelsi með því að taka upp Lögin um fræ og með því að stofna Garða vonar – frægriðastaði og erfðabreytingalaus, einkaleyfislaus Fræfrelsissvæði.

12. október munum við að eigin frumkvæði skipuleggja Gengið gegn Monsanto um allan heim, eins og við gerðum 25. maí.

16. október er Heimsdagur fæðu. Þann dag hafa Monsanto og aðrir líftæknirisar verið nógu heimskir og hrokafullir til þess að veita sjálfum sér Heimsfæðuverðlaunin sem þeir styðja. Veitum þess í stað Raunfæðuverðlaun  raunverulegum fæðuhetjum í samfélögum okkar, sem færa okkur raunverulega og heilnæma fæðu. Samkvæmt Fæðu og landbúnaðarstofnuninni kemur 72% af fæðu sem fólk neytir frá litlum býlum og ökrum. Við getum gert 72% að 100% með því að að varðveita Fræ frelsis og rækta Garða vonar um allt. Iðnvæddur landbúnaður rekinn af fyrirtækjum hefur eyðilagt 75% af tegundafjölbreytni jarðarinnar og með því leitt til hungursneyðar og sjúkdóma. 1 milljarður býr við hungur, 2 milljarðar þjást af sjúkdómum sem rekja má til fæðu. Þetta er ekki fæðukerfi sem færir okkur líf og heilsu. Þetta er vöruframleiðslukerfi sem þrífst á græðgi og fégróðahyggju og hefur sleppt beislinu fram af dauða og eyðileggingu. Við verðum að stöðva þessa eyðileggingu. Það er ekki pláss fyrir eitur og fyrirtækjaþrælkun í fæðukerfinu. Við erum það sem við borðum.

Fræ okkar og fæða eru nauðsyn lífs. Við höfum ekki efni á því að leyfa áframhaldandi eyðileggingu jarðarinnar og heilsu okkar. Við getum ekki leyft fræokun og fæðuharðstjórn að halda áfram. Við verðum að heimta aftur fræ okkar, fæðu okkar, frelsi okkar.

Með kærleika og styrk til hvers og eins ykkar til þess að þroska ykkar æðstu krafta og leysa úr læðingi ykkar æðstu orku sköpunar og samvinnu, þannig að við getum saman þróað fæðukerfi sem verndar lífið á jörðinni, smábændur okkar, heilsu okkar og framtíð.

Vandana Shiva

___________________________________________________________________________________________________

5.  Grafík fyrir Frelsi Fræ og Mat Link

.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s